Verkin tala Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. mars 2022 17:01 Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun