Miklar tilfinningar í öllum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 13. mars 2022 16:25 Yarmolenko réð ekki við tilfinningar sínar í fagnaðarlátum eftir markið hans. Getty Images Fjórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. West Ham, Watford, Wolves og Leeds unnu öll leikina sína í dag. West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira