Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 11:24 Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi. Elkem Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30