Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 12:56 Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur óskað eftir aðstoð Bandaríkjamanna með inngöngu ríkis hennar í NATO. Getty/Ali Balikci Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis. Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis.
Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira