Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 12:56 Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur óskað eftir aðstoð Bandaríkjamanna með inngöngu ríkis hennar í NATO. Getty/Ali Balikci Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis. Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis.
Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira