Skoðun

Lýð­ræðis­veisla í Val­höll

Brynjar Níelsson skrifar

Á morgun fer fram pröfkjör sjálfstæðismanna Í Reykjavík. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafa verið jafn góðir og frambærilegir frambjóðendur í boði. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýliðum, sem hafa sannað sig á öðrum vettvangi. Fyrir þá sem eru mjög uppteknir af beinu lýðræði er kjörið tækifæri til að láta til sín taka.

Þegar margir góðir kostir eru í boði er vandi að velja. Skiptir máli að listinn verði á endanum fjölbreytilegur, blanda af reynslumiklu fólki í borgarpólitík og svo ferskum nýliðum, sem hafa mikið fram að færa og þora að láta skoðun sína í ljós og eru fylgnir sér. Þeir eru nokkrir nýliðarnir þannig og má sérstaklega nefna Helga Áss Grétarsson, sem ég tel að væri mikill styrkur fyrir borgarbúa að hafa í borgarstjórn.

Helgi Áss hefur mótaðar skoðanir og óhræddur við að tjá þær. Slíkir menn eru ekki á hverju strái nú um stundir.Hann er skákmeistari og sér marga leiki fram í tímann, sem er mjög mikilvægt í pólitík og gæti nýst mjög vel í skipulagsmálum borgarinnar. Hann er einnig gamall landsliðsmarkvörður með yngri landsliðum Íslands og þróaði með mér mikla yfirsýn yfir völlinn og stjórnaði vörninni. Helgi Áss er hógvær maður og þótt hann sé fylginn sér er hann þægilegur og hlustar á aðra, ólíkt þeim sem þetta ritar.Hann er rökvís og kemur hugsun sinni vel frá sér, bæði í rituðu og töluði máli, sem er ekki algengt hjá stjórnmálamönnum. Sjálfstæðismenn munu ekki sjá eftir því að veita honum brautargengi í prófkjörinu.

Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. 




Skoðun

Sjá meira


×