Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom fyrirliði gestanna, Koke, þeim yfir eftir góðan undirbúning João Félix.
@atletienglish captain @Koke6 leading by example to put the away side a goal up.
— LaLigaTV (@LaLigaTV) March 19, 2022
Watch the last half hour of #RayoAtleti LIVE on #LaLigaTV. #LaLigaFanCam pic.twitter.com/hn89wCzGuk
Reyndist það eina mark leiksins og vann Atl. Madríd mikilvægan 1-0 sigur. Lærisveinar Diego Simeone eru sem stendur í 3. sæti La Liga með 54 stig eftir að hafa spilað 29 leiki. Sevilla er sæti ofar með tveimur stigum meira og leik til góða.
Börsungar koma svo andandi ofan í hálsmálið á Atlético með 51 stig og tvo leiki til góða.