LeBron skoraði 38 stig þegar Lakers vann hans gamla lið, Cleveland Cavaliers, 120-131, á útivelli í nótt.
„Ég hef aldrei haft það betra. Leikurinn er svo fallegur hlutur,“ sagði LeBron eftir leikinn á gamla heimavellinum. „Mér gæti ekki verið meira sama um það sem er sagt um liðið okkar. Á þessu stigi ferilsins skipti ég mér ekki af því og það skiptir ekki máli. Ég nýt þess í botn að spila.“
Auk þess að skora 38 stig tók LeBron ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Hann hefur nú unnið sautján af átján leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Russell Westbrook átti óvenju góðan leik fyrir Lakers; skoraði tuttugu stig, gaf ellefu stoðsendingar og tapaði boltanum bara einu sinni.
LeBron was IN HIS BAG, he went off for 38 points for the second straight game and added a triple-double for good measure! @KingJames: 38 PTS, 11 REB, 12 AST#LakeShow WIN pic.twitter.com/BYpX3LT027
— NBA (@NBA) March 22, 2022
Þrátt fyrir að vera án Joels Embiid og James Harden vann Philadelphia 76ers góðan sigur á Miami Heat, 113-106, í uppgjöri tveggja efstu liða Austurdeildarinnar.
Tyrese Maxey skoraði 28 stig fyrir Sixers og Shake Milton tuttugu. Jimmy Butler var með 27 stig hjá Miami.
Tyrese Maxey started the 4th-quarter with 15 points before coming up HUGE in the CLUTCH with 13 Q4 points and the game-sealing block!@TyreseMaxey: 28 PTS, 5 REB, 4 AST, 1 BLK pic.twitter.com/OPRdLSwjmu
— NBA (@NBA) March 22, 2022
Kevin Durant skoraði 37 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Brooklyn Nets sigraði Utah Jazz, 114-106. Bruce Brown bætti 22 stigum við fyrir Brooklyn.
Kevin Durant made 37 points look easy!
— NBA (@NBA) March 22, 2022
He dropped 22 points in the second-half on 8/12 FGM to power the @BrooklynNets to the victory! #NetsWorld@KDTrey5: 37 PTS, 9 REB, 8 AST, 4 3PM pic.twitter.com/GTKU2NGcD5
Úrslitin í nótt
- Cleveland 120-131 LA Lakers
- Philadelphia 113-106 Miami
- Brooklyn 114-106 Utah
- Charlotte 106-103 New Orleans
- Detroit 115-119 Portland
- Chicago 113-99 Toronto
- Houston 115-97 Washington
- Oklahoma 123-132 Boston
- Dallas 110-108 Minnesota