Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 20:31 Sólveig Anna Jónsdóttir. sigurjón ólason Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira