Biðlistar of langir: Fólk skilur ekki af hverju lífið snýst við í höndunum á þeim Snorri Másson skrifar 1. apríl 2022 11:57 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld verða að auka fjárveitingar til málefna ADHD á Íslandi ef vinna á þeim gríðarlöngu biðlistum sem myndast hafa, segir formaður ADHD-samtakanna. Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31