Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 22:13 Hótel Volcono í Grindavík þarf að loka vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“ Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“
Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira