Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 12:28 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út. Mynd/Helgi Helgason Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. „Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent