Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að það verði dálítil rigning eða snjókoma við suðurströndina og stöku él norðanlands, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi.
Hiti verður á bilinu null til átta stig að deginum. mildast suðvestanlands, en norðaustantil ætti hitinn að haldast undir frostmarki nema rétt yfir hádaginn.“
„Austan og norðaustan 5-13 m/s á morgun, en áfram allhvasst syðst. Skýjað á austanverðu landinu og stöku él, en víða þurrt og bjart vestantil.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 syðst. Skýjað á austanverðu landinu og stöku él, en víða þurrt og bjart vestantil. Hiti 0 til 8 stig, en vægt frost norðaustanlands. Kaldara að næturlagi.
Á miðvikudag: Austan 10-18 og lítilsháttar væta með suðurströndinni. Hægari vindur annars staðar og víða bjartviðri, en skýjað á Austurlandi. Hlýnar heldur.
Á fimmtudag: Suðaustan 10-18 og rigning eða súld, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig.
Á föstudag, laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og súld eða dálítil rigning með köflum, en lengst af þurrt á norðanverðu landinu. Fremur milt í veðri.