Við þurfum að tala um njósnahagkerfið Breki Karlsson skrifar 11. apríl 2022 18:00 Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Breki Karlsson Samfélagsmiðlar Netöryggi Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun