Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2022 20:05 Sigfús og Katrín forsætisráðherra þegar hún heimsótti hann nýlega í nýja burstabæinn á Selfossi. Það fór vel á með þeim. Aðsend Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu. Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira