Þjónar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 13. apríl 2022 17:30 Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun