Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 91-76 | Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik Andri Már Eggertsson skrifar 14. apríl 2022 22:11 Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik á Sauðárkróki þegar liðið vann 15 stiga sigur gegn Tindastóli í kvöld, 91-76. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta. Keflavík átti þó fyrsta áhlaup leiksins. Í stöðunni 5-5 gerði Keflavík sjö stig í röð og var sóknarleikur Tindastóls afar klaufalegur á þeim tímapunkti sem gerði það að verkum að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, þurfti að taka leikhlé. Sóknarleikur Tindastóls batnaði þegar leið á og tókst gestunum að koma forskoti Keflavíkur niður í tvö stig eftir fyrsta leikhluta. Mustapha Heron tók yfir leikinn í öðrum leikhluta og liðsfélagar hans fylgdu með. Heron gerði 12 stig í leikhlutanum og endaði hann með 14 stig í fyrri hálfleik. Keflavík vann annan leikhluta með ellefu stigum og var staðan 47-34 í hálfleik. Sóknarleikur beggja liða var stirður í upphafi seinni hálfleiks þar til Darius Tarvydas setti niður þrist eftir tæplega þrjár mínútur. Það virkaði lítið sem ekkert í sóknarleik Tindastóls. Javon Bess gerði fimm stig á fimm mínútum en fleiri voru stig Tindastóls ekki á þeim tímapunkti. Tindastóll þurfti að taka áhættu í fjórða leikhluta og gestirnir fóru í svæðisvörn sem Keflavík átti í vandræðum með. Tindastóll minnkaði forskot Keflavíkur niður í tvö stig 75-73 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingarnir sýndu klærnar eftir áhlaup Tindastóls og gerðu tólf stig í röð á þremur mínútum og söltuðu leikinn. Keflavík vann á endanum fimmtán stiga sigur 91-76. Af hverju vann Keflavík? Tímabilið var undir fyrir Keflvíkinga og þeir höfðu engan áhuga á að fara í sumarfrí. Keflavík var með forystuna í tæplega 39 mínútur. Keflavík sýndi mikið hjarta í fjórða leikhluta þegar Tindastóll minnkaði forskot heimamanna niður í tvö stig sem endaði með að Keflavík gerði tólf stig í röð. Hverjir stóðu upp úr? Mustapha Heron átti sinn besta leik frá því hann gekk til liðs við Keflavíkur. Heron gerði 27 stig og endaði með 27 framlagspunkta. Dominykas Milka endaði með tvöfalda tvennu. Milka gerði 15 stig og tók 12 fráköst. Hvað gekk illa? Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Zoran Vrkic og Pétur Rúnar Birgisson voru allir í byrjunarliði Tindastóls. Samanlagt skoruðu þeir tvö stig í leiknum og voru hver af öðrum lélegri. Með Sigtrygg inn á vellinum tapaði Tindastóll með 18 stigum. Sigtryggur tók tólf skot í opnum leik og hitti úr þremur sem er 25 prósent nýting. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik á páskadag. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með að fá oddaleik gegn Tindastóli á páskadag. Hjalti: Ætla að taka páskaeggið með mér á Sauðárkrók Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég var ánægður með baráttuna og viljann. Það var skrekkur í upphafi leiks svo kom aftur skrekkur í okkur þegar Tindastóll fór í svæðisvörn sem var ekkert sérstaklega góð en þá vorum við smeykir að gefa boltann.“ Hjalti var ánægður með Keflavík í öðrum leikhluta þar sem þeir gerðu ellefu stigum meira en Tindastóll. „Mér fannst við halda áfram allan tímann. Við rúlluðum vel á liðinu sem varð til þess að það var orka á vellinum. Í seinni hálfleik héldum við áfram og gerðum vel.“ Tindastóll fór í svæðisvörn og minnkaði forskot Keflavíkur niður í tvö stig í fjórða leikhluta en um leið og heimamenn fundu lausnir þá fóru þeir illa með Tindastól. „Við vorum smeykir við að gefa boltann og urðum bara svolítið litlir sem þýðir ekkert í körfubolta en síðan hættu menn að vera á hælunum og létu bara vaða.“ Tindastóll og Keflavík mætast í oddaleik á páskadag og Hjalti mun taka páskaeggið sitt með sér á Sauðárkrók og gefa öllum í rútunni. „Ég keypti páskaeggið mitt í dag, ég tek það með mér og býð mönnum í rútunni,“ sagði Hjalti að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik á Sauðárkróki þegar liðið vann 15 stiga sigur gegn Tindastóli í kvöld, 91-76. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta. Keflavík átti þó fyrsta áhlaup leiksins. Í stöðunni 5-5 gerði Keflavík sjö stig í röð og var sóknarleikur Tindastóls afar klaufalegur á þeim tímapunkti sem gerði það að verkum að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, þurfti að taka leikhlé. Sóknarleikur Tindastóls batnaði þegar leið á og tókst gestunum að koma forskoti Keflavíkur niður í tvö stig eftir fyrsta leikhluta. Mustapha Heron tók yfir leikinn í öðrum leikhluta og liðsfélagar hans fylgdu með. Heron gerði 12 stig í leikhlutanum og endaði hann með 14 stig í fyrri hálfleik. Keflavík vann annan leikhluta með ellefu stigum og var staðan 47-34 í hálfleik. Sóknarleikur beggja liða var stirður í upphafi seinni hálfleiks þar til Darius Tarvydas setti niður þrist eftir tæplega þrjár mínútur. Það virkaði lítið sem ekkert í sóknarleik Tindastóls. Javon Bess gerði fimm stig á fimm mínútum en fleiri voru stig Tindastóls ekki á þeim tímapunkti. Tindastóll þurfti að taka áhættu í fjórða leikhluta og gestirnir fóru í svæðisvörn sem Keflavík átti í vandræðum með. Tindastóll minnkaði forskot Keflavíkur niður í tvö stig 75-73 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingarnir sýndu klærnar eftir áhlaup Tindastóls og gerðu tólf stig í röð á þremur mínútum og söltuðu leikinn. Keflavík vann á endanum fimmtán stiga sigur 91-76. Af hverju vann Keflavík? Tímabilið var undir fyrir Keflvíkinga og þeir höfðu engan áhuga á að fara í sumarfrí. Keflavík var með forystuna í tæplega 39 mínútur. Keflavík sýndi mikið hjarta í fjórða leikhluta þegar Tindastóll minnkaði forskot heimamanna niður í tvö stig sem endaði með að Keflavík gerði tólf stig í röð. Hverjir stóðu upp úr? Mustapha Heron átti sinn besta leik frá því hann gekk til liðs við Keflavíkur. Heron gerði 27 stig og endaði með 27 framlagspunkta. Dominykas Milka endaði með tvöfalda tvennu. Milka gerði 15 stig og tók 12 fráköst. Hvað gekk illa? Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Zoran Vrkic og Pétur Rúnar Birgisson voru allir í byrjunarliði Tindastóls. Samanlagt skoruðu þeir tvö stig í leiknum og voru hver af öðrum lélegri. Með Sigtrygg inn á vellinum tapaði Tindastóll með 18 stigum. Sigtryggur tók tólf skot í opnum leik og hitti úr þremur sem er 25 prósent nýting. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik á páskadag. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með að fá oddaleik gegn Tindastóli á páskadag. Hjalti: Ætla að taka páskaeggið með mér á Sauðárkrók Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég var ánægður með baráttuna og viljann. Það var skrekkur í upphafi leiks svo kom aftur skrekkur í okkur þegar Tindastóll fór í svæðisvörn sem var ekkert sérstaklega góð en þá vorum við smeykir að gefa boltann.“ Hjalti var ánægður með Keflavík í öðrum leikhluta þar sem þeir gerðu ellefu stigum meira en Tindastóll. „Mér fannst við halda áfram allan tímann. Við rúlluðum vel á liðinu sem varð til þess að það var orka á vellinum. Í seinni hálfleik héldum við áfram og gerðum vel.“ Tindastóll fór í svæðisvörn og minnkaði forskot Keflavíkur niður í tvö stig í fjórða leikhluta en um leið og heimamenn fundu lausnir þá fóru þeir illa með Tindastól. „Við vorum smeykir við að gefa boltann og urðum bara svolítið litlir sem þýðir ekkert í körfubolta en síðan hættu menn að vera á hælunum og létu bara vaða.“ Tindastóll og Keflavík mætast í oddaleik á páskadag og Hjalti mun taka páskaeggið sitt með sér á Sauðárkrók og gefa öllum í rútunni. „Ég keypti páskaeggið mitt í dag, ég tek það með mér og býð mönnum í rútunni,“ sagði Hjalti að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti