Jón Daði hóf leik í fremstu víglínu þegar Bolton heimsótti Doncaster Rovers.
Fyrri hálfleikur var markalaus en strax í upphafi síðari hálfleiks komst Bolton í forystu þegar Jón Daði fann félaga sinn í framlínunni, Amadou Bagayoko.
Heimamenn í Doncaster jöfnuðu metin á 77.mínútu en það tók Bolton aðeins nokkrar sekúndur að ná forystunni aftur og lauk leiknum með 1-2 sigri gestanna.
Jóni Daða var skipt af velli á 74.mínútu en Bolton er í 11.sæti deildarinnar.