Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 10:47 Landhelgisgæslan sinnir um 300 útköllum á ári og eru starfsmenn sérþjálfaðir til að geta sinnt leit og björgun í öllum veðrum. Vísir/Vilhelm Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki verkfallsrétt þar sem þeir eru handhafar lögregluvalds á landinu. Kjarasamningar þeirra eru tengdir samningum sambærilegra starfsstétta en fjármálaráðuneytið vill falla frá þessu fyrirkomulagi. Flugmenn segja að þetta muni hafa áhrif á kjör þeirra, sem og stórauka starfsmannaveltu. „Að viðhalda stöðlum um leit og björgun í öllu veðri er kostnaðarsamt og ver Landhelgisgæslan hundruðum milljóna króna í þjálfun á hverjum flugmanni. Aukin starfsmannavelta er því fljót að vega upp aftengingu kjara við sambærilegar stéttir og gott betur,“ segir í ályktuninni. Flugmennirnir eru 16 talsins og sinna um 300 útköllum á ári. Hver flugklukkustund hjá Landhelgisgæslunni kostar tæplega þrjár milljónir króna og eru þeir á sólarhringsvöktum allan sinn starfsferil. Engin málefnaleg rök fást Flugmennirnir vilja meina að fjármálaráðuneytið vegi að flugöryggi með kröfu um að afnema svokallaðan starfsaldurslista flugmanna. „Það fyrirkomulag hefur reynst farsælt, enda tryggja slíkir listar gagnsæi, faglegan framgang í starfi og að flugmenn geti tilkynnt um atvik án ótta við refsingu. Engin málefnaleg rök fást frá ráðuneytinu sem styðja afstöðu þess og raunar hefur samninganefnd flugmannanna skynjað skort á fagþekkingu og skilning á sérstöðu starfsgreinarinnar í samningaviðræðum.“ Miklar áhyggjur af framtíðarrekstri Þeir segja að ráðuneytið sé að ráðast á verkfallsréttalausa starfsstétt og að þeir séu í rauninni í vonlausri stöðu. „Enn alvarlega er að flugöryggi Landhelgisgæslunnar er stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þeirri þjónustu að halda. Ríkissjóður má búast við hundruða milljóna aukakostnaði vegna stóraukinnar starfsmannaveltu flugmanna og tilheyrandi tapi á reynslu og þekkingu. Við, flugmenn Landhelgisgæslu Íslands, lýsum hér með yfir miklum áhyggjum af framtíðarrekstri björgunarloftfara landsmanna allra, bæði til sjávar og sveita.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki verkfallsrétt þar sem þeir eru handhafar lögregluvalds á landinu. Kjarasamningar þeirra eru tengdir samningum sambærilegra starfsstétta en fjármálaráðuneytið vill falla frá þessu fyrirkomulagi. Flugmenn segja að þetta muni hafa áhrif á kjör þeirra, sem og stórauka starfsmannaveltu. „Að viðhalda stöðlum um leit og björgun í öllu veðri er kostnaðarsamt og ver Landhelgisgæslan hundruðum milljóna króna í þjálfun á hverjum flugmanni. Aukin starfsmannavelta er því fljót að vega upp aftengingu kjara við sambærilegar stéttir og gott betur,“ segir í ályktuninni. Flugmennirnir eru 16 talsins og sinna um 300 útköllum á ári. Hver flugklukkustund hjá Landhelgisgæslunni kostar tæplega þrjár milljónir króna og eru þeir á sólarhringsvöktum allan sinn starfsferil. Engin málefnaleg rök fást Flugmennirnir vilja meina að fjármálaráðuneytið vegi að flugöryggi með kröfu um að afnema svokallaðan starfsaldurslista flugmanna. „Það fyrirkomulag hefur reynst farsælt, enda tryggja slíkir listar gagnsæi, faglegan framgang í starfi og að flugmenn geti tilkynnt um atvik án ótta við refsingu. Engin málefnaleg rök fást frá ráðuneytinu sem styðja afstöðu þess og raunar hefur samninganefnd flugmannanna skynjað skort á fagþekkingu og skilning á sérstöðu starfsgreinarinnar í samningaviðræðum.“ Miklar áhyggjur af framtíðarrekstri Þeir segja að ráðuneytið sé að ráðast á verkfallsréttalausa starfsstétt og að þeir séu í rauninni í vonlausri stöðu. „Enn alvarlega er að flugöryggi Landhelgisgæslunnar er stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þeirri þjónustu að halda. Ríkissjóður má búast við hundruða milljóna aukakostnaði vegna stóraukinnar starfsmannaveltu flugmanna og tilheyrandi tapi á reynslu og þekkingu. Við, flugmenn Landhelgisgæslu Íslands, lýsum hér með yfir miklum áhyggjum af framtíðarrekstri björgunarloftfara landsmanna allra, bæði til sjávar og sveita.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira