Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Magnús Freyr Magnússon skrifar 20. apríl 2022 10:31 Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun