Þjóðarhöll suður með sjó Pálmi Freyr Randversson, Fannar Jónasson, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson og Kjartan Már Kjartansson skrifa 22. apríl 2022 10:00 Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar