Dæmdir fyrir að slá fimmtán ára dreng með hamri og felgulykli Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2022 16:00 Húsnæði Héraðsdóms Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Jóhann K. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo unga menn hvor um sig í fjögurra mánaða fangelsi og til greiðslu miskabóta vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gegn fimmtán ára dreng. Notuðust þeir við hamar og felgulykil við gerð árásarinnar. Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar. Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar.
Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira