Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 07:00 Valdemoro-fangelsið í Madrid. RICARDO RUBIO/GETTY IMAGES Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki? Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki?
Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira