„Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2022 17:01 Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvanga í þættinum Sprengisandur í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. Umræða um byggingu þjóðarhallar innanhúsíþrótta hefur verið mjög áberandi undanfarið enda engin höll til hér á landi sem stenst kröfur alþjóðasambanda í til dæmis handknattleik og körfuknattleik. Bjarni Benediktsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun og þar ræddu þeir meðal annars hvar málin standa með byggingu þjóðarleikvanga, bæði fyrir inniíþróttir en einnig knattspyrnuleikvang. Hversu mikinn pening ríkið leggur til sagði Bjarni að færi eftir hvers konar mannvirki væri verið að horfa á. „Þegar við erum að tala um mannvirki fyrir inniíþróttir þá þarf að opna umræðuna á hvort þetta eigi að vera fjölnota hús, hver ætlar að reka ef þetta á að vera ráðstefnuhöll fyrir aðra viðburði, tónleika eða hitt og þetta. Okkur finnst eðlilegt að það sé einhver kostnaðarhlutdeild ríkisins en að uppistöðu til séu mannvirkin rekin af öðrum og haldið uppi af öðrum.“ Bjarni sagði annað mál vera með byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu sem myndi rýma á bilinu 12-18 þúsund áhorfendur. „Þá erum við að tala um framkvæmd sem kostar töluvert mikið meira. Það er enginn með hugmyndir um að sveitarfélag geti borið það uppi. Í hinu tilvikinu er þetta hús sem eru í rekstri fyrir íþróttafélögin og fyrir alls konar viðburði. Ríkið er ekki að fara að gefa einhverju sveitarfélagi þjóðarhöllina og ég held það séu engar væntingar um það.“ Gagnrýnir Reykjavíkurborg Borgaryfirvöld hafa sagt að búið sé að taka frá tvo milljarða sem nota á í verkefnið og ef hlutirnir komist ekki á hreint sem fyrst þá verði þeir peningar nýttir í að byggja upp aðstöðu fyrir Ármann og Þrótt sem eiga aðsetur í Laugardalnum. „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar. Tveir milljarðar í hús sem gæti kostað sjö til níu milljarða sem mér finnst ekki há fjárhæð, Garðabær var að reisa íþróttamannvirki um daginn sem kostaði fjóra milljarða.“ Bjarni sagði að ríkið hefði verið alveg skýrt að ríkið ætli sér að leggja pening í verkefnið. „Við stofnuðum sérstakt hlutafélag til að ræða það. Síðasti fundur sem ég sat um það með Reykjavíkurborg hann endaði einhvern veginn þannig að Reykjavík sagðist ekki ætla að setja neitt í Laugardalsvöllinn, knattspyrnuvöllinn.“ „Það var minn skilningur að þeir hafi ákveðið að forgangsraða með öðrum hætti. Ég verð að segja það að ég varð eiginlega hálf orðlaus eftir að stofnað hafði verið hlutafélag til að ræða þetta, að hafa verið í góðri trú um að við værum að fara að ræða einhverja alvöru kostnaðarskiptingu. Þá var það þannig sem sá fundur endaði.“ „Ef við færum út í risa mannvirki, eins og til dæmis Laugardalsvöllinn, þá held ég að kostnaðarhlutdeild ríkisins þyrfti að vera meiri.“ „Mörg sveitarfélög með milljarða á kantinum“ Bjarni er á því að ef byggja eigi þjóðarhöll inniíþrótta sem sveitarfélögin nýta undir íþróttastarf ætti ríkið að standa straum af þeim viðbótarkostnaði sem hlytist af því að höllin uppfyllti skilyrði fyrir þjóðarhöll. Skiptingin gæti verið 70/30 þar sem ríkið greiddi 30% hlut. „Svona höfum við allavega rætt þetta okkar á milli einhverjir ráðherrarnir,“ sagði Bjarni. Flestir hafa gengið út frá því að þjóðarhöll inniíþrótta rísi í Laugardalnum. Hins vegar hafa forsvarsmenn ýmissa sveitarfélaga lýst því yfir að þau séu tilbúin að byggja slíka höll með aðstoð ríkisins. „Það eru mörg sveitarfélög sem eru með nokkra milljarða á kantinum sem þau ætla að setja í íþróttamannvirki og eru með á skipulagi hjá sér uppbyggingu íþróttamannvirkja.“ „Þau vilja gjarnan ná samningi við ríkið um að koma með nokkra viðbótarmilljarða til að gera íþróttamannvirkið enn glæsilegra þannig að það geti þjónað landinu öllu, landsliðunum og öðrum stærri tilgangi en þau taki að sér að halda utan um það og reka. Það kemur mér ekkert á óvart og mér finnst það mjög eðlilegt,“ bætir Bjarni við. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er með málið á sinni könnu innan ríkisstjórnarinnar og hann sagði síðast í gær að mikilvægt væri að málið yrði leitt til lykta sem fyrst. „Hann er að halda ágætlega utan um þetta og er í samtali við borgina um innihöllina núna. Það er fremst á dagskrá og ætli þau séu ekki að ræða saman um kostnaðarskiptingu. Við getum fjármagnað þetta og erum með svigrúm í okkar langtímaáætlunum til að setja mikla peninga í þetta. Ef menn eru með raunhæfar hugmyndir og við fáum alvöru samstarfsaðila þá er hægt að gera stórkostlega hluti og ég hef mikinn metnað til að sjá það verða að veruleika.“ Bjarni segir að sín upplifun sé að samtal við Reykjavíkurborg hafi engu skilað og að ríkið þurfi að hafa alvöru viðmælanda til að komast eitthvað áfram. „Ég held samt að við höfum núna ríkisstjórn sem er í alvöru samstarfi og við höfum sett þetta í okkar langtímaáætlanir að þetta er það sem við viljum gera. Við verðum að hafa alvöru viðmælanda til að komast eitthvað áfram því við erum ekki að fara að byggja þetta.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Sprengisandur Fótbolti Handbolti Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Umræða um byggingu þjóðarhallar innanhúsíþrótta hefur verið mjög áberandi undanfarið enda engin höll til hér á landi sem stenst kröfur alþjóðasambanda í til dæmis handknattleik og körfuknattleik. Bjarni Benediktsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun og þar ræddu þeir meðal annars hvar málin standa með byggingu þjóðarleikvanga, bæði fyrir inniíþróttir en einnig knattspyrnuleikvang. Hversu mikinn pening ríkið leggur til sagði Bjarni að færi eftir hvers konar mannvirki væri verið að horfa á. „Þegar við erum að tala um mannvirki fyrir inniíþróttir þá þarf að opna umræðuna á hvort þetta eigi að vera fjölnota hús, hver ætlar að reka ef þetta á að vera ráðstefnuhöll fyrir aðra viðburði, tónleika eða hitt og þetta. Okkur finnst eðlilegt að það sé einhver kostnaðarhlutdeild ríkisins en að uppistöðu til séu mannvirkin rekin af öðrum og haldið uppi af öðrum.“ Bjarni sagði annað mál vera með byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu sem myndi rýma á bilinu 12-18 þúsund áhorfendur. „Þá erum við að tala um framkvæmd sem kostar töluvert mikið meira. Það er enginn með hugmyndir um að sveitarfélag geti borið það uppi. Í hinu tilvikinu er þetta hús sem eru í rekstri fyrir íþróttafélögin og fyrir alls konar viðburði. Ríkið er ekki að fara að gefa einhverju sveitarfélagi þjóðarhöllina og ég held það séu engar væntingar um það.“ Gagnrýnir Reykjavíkurborg Borgaryfirvöld hafa sagt að búið sé að taka frá tvo milljarða sem nota á í verkefnið og ef hlutirnir komist ekki á hreint sem fyrst þá verði þeir peningar nýttir í að byggja upp aðstöðu fyrir Ármann og Þrótt sem eiga aðsetur í Laugardalnum. „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar. Tveir milljarðar í hús sem gæti kostað sjö til níu milljarða sem mér finnst ekki há fjárhæð, Garðabær var að reisa íþróttamannvirki um daginn sem kostaði fjóra milljarða.“ Bjarni sagði að ríkið hefði verið alveg skýrt að ríkið ætli sér að leggja pening í verkefnið. „Við stofnuðum sérstakt hlutafélag til að ræða það. Síðasti fundur sem ég sat um það með Reykjavíkurborg hann endaði einhvern veginn þannig að Reykjavík sagðist ekki ætla að setja neitt í Laugardalsvöllinn, knattspyrnuvöllinn.“ „Það var minn skilningur að þeir hafi ákveðið að forgangsraða með öðrum hætti. Ég verð að segja það að ég varð eiginlega hálf orðlaus eftir að stofnað hafði verið hlutafélag til að ræða þetta, að hafa verið í góðri trú um að við værum að fara að ræða einhverja alvöru kostnaðarskiptingu. Þá var það þannig sem sá fundur endaði.“ „Ef við færum út í risa mannvirki, eins og til dæmis Laugardalsvöllinn, þá held ég að kostnaðarhlutdeild ríkisins þyrfti að vera meiri.“ „Mörg sveitarfélög með milljarða á kantinum“ Bjarni er á því að ef byggja eigi þjóðarhöll inniíþrótta sem sveitarfélögin nýta undir íþróttastarf ætti ríkið að standa straum af þeim viðbótarkostnaði sem hlytist af því að höllin uppfyllti skilyrði fyrir þjóðarhöll. Skiptingin gæti verið 70/30 þar sem ríkið greiddi 30% hlut. „Svona höfum við allavega rætt þetta okkar á milli einhverjir ráðherrarnir,“ sagði Bjarni. Flestir hafa gengið út frá því að þjóðarhöll inniíþrótta rísi í Laugardalnum. Hins vegar hafa forsvarsmenn ýmissa sveitarfélaga lýst því yfir að þau séu tilbúin að byggja slíka höll með aðstoð ríkisins. „Það eru mörg sveitarfélög sem eru með nokkra milljarða á kantinum sem þau ætla að setja í íþróttamannvirki og eru með á skipulagi hjá sér uppbyggingu íþróttamannvirkja.“ „Þau vilja gjarnan ná samningi við ríkið um að koma með nokkra viðbótarmilljarða til að gera íþróttamannvirkið enn glæsilegra þannig að það geti þjónað landinu öllu, landsliðunum og öðrum stærri tilgangi en þau taki að sér að halda utan um það og reka. Það kemur mér ekkert á óvart og mér finnst það mjög eðlilegt,“ bætir Bjarni við. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er með málið á sinni könnu innan ríkisstjórnarinnar og hann sagði síðast í gær að mikilvægt væri að málið yrði leitt til lykta sem fyrst. „Hann er að halda ágætlega utan um þetta og er í samtali við borgina um innihöllina núna. Það er fremst á dagskrá og ætli þau séu ekki að ræða saman um kostnaðarskiptingu. Við getum fjármagnað þetta og erum með svigrúm í okkar langtímaáætlunum til að setja mikla peninga í þetta. Ef menn eru með raunhæfar hugmyndir og við fáum alvöru samstarfsaðila þá er hægt að gera stórkostlega hluti og ég hef mikinn metnað til að sjá það verða að veruleika.“ Bjarni segir að sín upplifun sé að samtal við Reykjavíkurborg hafi engu skilað og að ríkið þurfi að hafa alvöru viðmælanda til að komast eitthvað áfram. „Ég held samt að við höfum núna ríkisstjórn sem er í alvöru samstarfi og við höfum sett þetta í okkar langtímaáætlanir að þetta er það sem við viljum gera. Við verðum að hafa alvöru viðmælanda til að komast eitthvað áfram því við erum ekki að fara að byggja þetta.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Sprengisandur Fótbolti Handbolti Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira