„Því miður, en okkur er bara alveg sama“ Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Fólki með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfum er nefnilega hætt við að finna fyrir fordómum og verða fyrir áreitni á ferðalögum vegna kynskráningarinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur barið sér á brjóst og sagst standa með kynsegin fólki – svo ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar svar barst frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram um stöðu hlutlausrar skráningar kyns í vegabréfum. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki gripið til sérstakra aðgerða til að verja handhafa vegabréfa með hlutlausa kynskráningu fyrir áreitni eða fordómum. Enn fremur hefur ekkert verið athugað eða rætt um það hvernig megi breyta reglum um vegabréf þannig að dregið sé úr hættunni á slíku áreiti. Ráðuneytið veit ekki einu sinni hvort eða hvaða ríki viðurkenni vegabréf erlendra ríkisborgara með hlutlausa skráningu kyns. Ljóst er af svörunum að dómsmálaráðuneytið er algjörlega úti að aka: „Dómsmálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar…“, „Upplýsingar [...] liggja ekki fyrir í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til athugunar í dómsmálaráðuneytinu…“, „Dómsmálaráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar…“ Þetta er sennilega eitt kærulausasta og slakasta svar sem ég hef fengið við fyrirspurn á ferli mínum sem þingmaður. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda því fram að hún standi vörð um mannréttindi, vinni gegn fordómum eða berjist gegn hatursorðræðu ef hún leggur engan metnað í að skoða stöðu jaðarsettra hópa? Það dugar nefnilega ekki bara að segjast ætla að gera eitthvað, það þarf að skoða stöðuna í alvöru, móta aðgerðir og hrinda þeim í framkvæmd. Annars er hópnum lítill greiði gerður. Það vekur upp falskar vonir og leiðir til sársaukafullra vonbrigða þegar á hólminn er komið. Við sem störfum á Alþingi verðum að standa vörð um jaðarsetta hópa samfélagsins, ekki bara í orði heldur á borði sömuleiðis – lög um kynrænt sjálfræði eru merkingarlaus ef þeim er ekki fylgt eftir með ábyrgum og metnaðarfullum hætti. Tryggjum að trans fólki séu allir vegir færir og gerum þeim kleift að stjórna vegabréfaskráningu sinni á hátt sem valdeflir það – eins og til dæmis með því að heimila því að sækja um útgáfu aukalegs vegabréfs með annarri skráningu kyns til nota þar sem það treystir sér ekki til þess að nota kynhlutlaust vegabréf. Setjum valmöguleikana í þeirra hendur og gerum þeim auðvelt fyrir að velja það sem hentar þeim best að hverju sinni frammi fyrir ósanngjörnum, fordómafullum heimi sem gerir þeim erfitt fyrir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Málefni trans fólks Alþingi Píratar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Fólki með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfum er nefnilega hætt við að finna fyrir fordómum og verða fyrir áreitni á ferðalögum vegna kynskráningarinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur barið sér á brjóst og sagst standa með kynsegin fólki – svo ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar svar barst frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram um stöðu hlutlausrar skráningar kyns í vegabréfum. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki gripið til sérstakra aðgerða til að verja handhafa vegabréfa með hlutlausa kynskráningu fyrir áreitni eða fordómum. Enn fremur hefur ekkert verið athugað eða rætt um það hvernig megi breyta reglum um vegabréf þannig að dregið sé úr hættunni á slíku áreiti. Ráðuneytið veit ekki einu sinni hvort eða hvaða ríki viðurkenni vegabréf erlendra ríkisborgara með hlutlausa skráningu kyns. Ljóst er af svörunum að dómsmálaráðuneytið er algjörlega úti að aka: „Dómsmálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar…“, „Upplýsingar [...] liggja ekki fyrir í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til athugunar í dómsmálaráðuneytinu…“, „Dómsmálaráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar…“ Þetta er sennilega eitt kærulausasta og slakasta svar sem ég hef fengið við fyrirspurn á ferli mínum sem þingmaður. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda því fram að hún standi vörð um mannréttindi, vinni gegn fordómum eða berjist gegn hatursorðræðu ef hún leggur engan metnað í að skoða stöðu jaðarsettra hópa? Það dugar nefnilega ekki bara að segjast ætla að gera eitthvað, það þarf að skoða stöðuna í alvöru, móta aðgerðir og hrinda þeim í framkvæmd. Annars er hópnum lítill greiði gerður. Það vekur upp falskar vonir og leiðir til sársaukafullra vonbrigða þegar á hólminn er komið. Við sem störfum á Alþingi verðum að standa vörð um jaðarsetta hópa samfélagsins, ekki bara í orði heldur á borði sömuleiðis – lög um kynrænt sjálfræði eru merkingarlaus ef þeim er ekki fylgt eftir með ábyrgum og metnaðarfullum hætti. Tryggjum að trans fólki séu allir vegir færir og gerum þeim kleift að stjórna vegabréfaskráningu sinni á hátt sem valdeflir það – eins og til dæmis með því að heimila því að sækja um útgáfu aukalegs vegabréfs með annarri skráningu kyns til nota þar sem það treystir sér ekki til þess að nota kynhlutlaust vegabréf. Setjum valmöguleikana í þeirra hendur og gerum þeim auðvelt fyrir að velja það sem hentar þeim best að hverju sinni frammi fyrir ósanngjörnum, fordómafullum heimi sem gerir þeim erfitt fyrir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun