Íþróttir yngstu barnanna eiga að vera gjaldfrjálsar í Kópavogi Sverrir Kári Karlsson skrifar 27. apríl 2022 11:01 Jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs eru okkur Framsókn í Kópavogi mjög hugleikin og að okkar mati forgangsmál. Það var jú Framsókn sem á sínum tíma kom frístundastyrknum á laggirnar og þykir hafa heppnast vel í þágu jöfnuðar og forvarna. En hvers vegna að láta staðar numið hér? Það er mikilvægt að taka stöðuna, endurmeta og halda umræðunni áfram um hvort mögulega sé hægt að jafna tækifærin enn frekar. Við vitum að þörfin fyrir framþróun í þessum málum er sannarlega til staðar. Með hækkandi kostnaði íþróttafélaga, t.d. vegna launakostnaðar, sjáum við að hér getum við gert betur þegar kemur að stuðningi sveitarfélagsins við iðkendur íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi. Það er skylda okkar sem njótum þess trausts að fá að starfa í stjórnmálum, að þróast og halda sífellt áfram að leita allra leiða til að gera betur. Við hjá Framsókn höfum einmitt gert það eins og dæmin sýna og það er nákvæmlega það sem við ætlum að halda áfram að gera. Gefum nýjum hugmyndum tækifæri, setjum nýsköpun í forgrunn og gerum enn betur. Framsókn í Kópavogi metur sem svo að nú sé rétt að stíga næsta skref. Við viljum leiða innleiðingu nýrrar nálgunar bæjarfélagsins, eins og við leiddum innleiðingu frístundastyrkjarins, og leggja línurnar í góðu samstarfi við hagsmunaaðila, á þann hátt að íþrótta- og tómstundastarf yngsta stigs iðkenda 9 ára og yngri verði gert gjaldfrjálst. Þessi viðbót við annars gott frístundastyrkjarkerfi, er okkar leið til að jafna tækifæri barna enn frekar á sviði íþrótta- og tómstunda sem og að sýna það bæði í orði og á borði að hagur fjölskyldna og barna í Kópavogi, er í okkar augum, augljóst forgangsmál. Höldum áfram að vinna að jöfnun tækifæra barna og styðjum við fjölskyldur í Kópavogi - vegna þess að við getum það. Höfundur er verkfræðingur/sviðsstjóri og frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Íþróttir barna Kópavogur Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs eru okkur Framsókn í Kópavogi mjög hugleikin og að okkar mati forgangsmál. Það var jú Framsókn sem á sínum tíma kom frístundastyrknum á laggirnar og þykir hafa heppnast vel í þágu jöfnuðar og forvarna. En hvers vegna að láta staðar numið hér? Það er mikilvægt að taka stöðuna, endurmeta og halda umræðunni áfram um hvort mögulega sé hægt að jafna tækifærin enn frekar. Við vitum að þörfin fyrir framþróun í þessum málum er sannarlega til staðar. Með hækkandi kostnaði íþróttafélaga, t.d. vegna launakostnaðar, sjáum við að hér getum við gert betur þegar kemur að stuðningi sveitarfélagsins við iðkendur íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi. Það er skylda okkar sem njótum þess trausts að fá að starfa í stjórnmálum, að þróast og halda sífellt áfram að leita allra leiða til að gera betur. Við hjá Framsókn höfum einmitt gert það eins og dæmin sýna og það er nákvæmlega það sem við ætlum að halda áfram að gera. Gefum nýjum hugmyndum tækifæri, setjum nýsköpun í forgrunn og gerum enn betur. Framsókn í Kópavogi metur sem svo að nú sé rétt að stíga næsta skref. Við viljum leiða innleiðingu nýrrar nálgunar bæjarfélagsins, eins og við leiddum innleiðingu frístundastyrkjarins, og leggja línurnar í góðu samstarfi við hagsmunaaðila, á þann hátt að íþrótta- og tómstundastarf yngsta stigs iðkenda 9 ára og yngri verði gert gjaldfrjálst. Þessi viðbót við annars gott frístundastyrkjarkerfi, er okkar leið til að jafna tækifæri barna enn frekar á sviði íþrótta- og tómstunda sem og að sýna það bæði í orði og á borði að hagur fjölskyldna og barna í Kópavogi, er í okkar augum, augljóst forgangsmál. Höldum áfram að vinna að jöfnun tækifæra barna og styðjum við fjölskyldur í Kópavogi - vegna þess að við getum það. Höfundur er verkfræðingur/sviðsstjóri og frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar