Stuðningsmenn Liverpool geta þakkað Ullu fyrir frábæru fréttirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 08:31 Jürgen Klopp með eiginkonu sinni Ullu en hún var tilbúin að búa áfram í Liverpool næstu árin. Getty/Stuart Franklin Jürgen Klopp framlengdi samning sinn í gærkvöldi og verður því knattspyrnustjóri Liverpool til ársins 2026. Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool enda hefur þýski stjórinn gerbreytt félaginu á þeim rúmu sex árum sem hann hefur setið í stjórastólnum á Anfield. Liðið hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina og getur enn unnið fernuna á þessu tímabili. Fyrri samningur Klopp var til ársins 2024 og hann hafði hingað til alltaf talað eins og myndi yfirgefa félagið þá. Í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool þá kom í ljós að Liverpool-fólk getur þakkað Ullu eiginkonu hans fyrir nýjustu vendingarnar. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Klopp giftist Ullu Sandrock árið 2005 og hún virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool ef marka má viðtalið við Jürgen. „Mikilvægasti samningurinn sem ég hef skrifað undir í mínu lífi er sá sem ég gerði við Ullu. Það var hjá henni sem þetta byrjaði allt saman,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Liverpool TV. „Við sátum við eldhúsborðið og Ulla sagði við mig: Ég get ekki séð okkur fara héðan árið 2024,“ sagði Klopp og bætti við: „Ég sagði: Hvað! Þannig byrjaði þetta allt saman og ég sagði að við yrðum að hugsa aðeins betur um þetta,“ sagði Klopp. „Þegar ég hugsaði mig betur um þá varð ljóst að ég yrði að eiga eitt mikilvægt samtal í viðbót við Pep Lijnders af því að hann er líklega aðalástæðan fyrir þessu. Okkar tenging nær út fyrir fótboltann,“ sagði Klopp. „Þegar hann sagði: Já, ég er klár. Þá varð það ljóst að við vorum opnir fyrir alls konar viðræðum og þess vegna sitjum við hér í dag,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool enda hefur þýski stjórinn gerbreytt félaginu á þeim rúmu sex árum sem hann hefur setið í stjórastólnum á Anfield. Liðið hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina og getur enn unnið fernuna á þessu tímabili. Fyrri samningur Klopp var til ársins 2024 og hann hafði hingað til alltaf talað eins og myndi yfirgefa félagið þá. Í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool þá kom í ljós að Liverpool-fólk getur þakkað Ullu eiginkonu hans fyrir nýjustu vendingarnar. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Klopp giftist Ullu Sandrock árið 2005 og hún virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool ef marka má viðtalið við Jürgen. „Mikilvægasti samningurinn sem ég hef skrifað undir í mínu lífi er sá sem ég gerði við Ullu. Það var hjá henni sem þetta byrjaði allt saman,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Liverpool TV. „Við sátum við eldhúsborðið og Ulla sagði við mig: Ég get ekki séð okkur fara héðan árið 2024,“ sagði Klopp og bætti við: „Ég sagði: Hvað! Þannig byrjaði þetta allt saman og ég sagði að við yrðum að hugsa aðeins betur um þetta,“ sagði Klopp. „Þegar ég hugsaði mig betur um þá varð ljóst að ég yrði að eiga eitt mikilvægt samtal í viðbót við Pep Lijnders af því að hann er líklega aðalástæðan fyrir þessu. Okkar tenging nær út fyrir fótboltann,“ sagði Klopp. „Þegar hann sagði: Já, ég er klár. Þá varð það ljóst að við vorum opnir fyrir alls konar viðræðum og þess vegna sitjum við hér í dag,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira