Nýtum kosningaréttinn Mjöll Matthíasdóttir skrifar 29. apríl 2022 14:01 Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stéttarfélög Félagasamtök Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun