Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Roscosmos gaf í síðustu viku út myndband þar sem sjá mátti rússneska geimfara í geimgöngu draga fram sigurfána Sovétríkjanna frá seinni heimsstyrjöldinni. AP/Roscosmos Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rogozin sagði þó að þegar ákvörðunin yrði tilkynnt opinberlega, myndi ár líða þar til Rússar hættu samstarfinu formlega, samkvæmt frétt Axios. Í umfjöllun Ars Technica segir að samkvæmt núgildandi samkomulagi um geimstöðina endi samstarfið árið 2024. Bandaríkin og aðrir sem að því koma hafa sagt að þeir vilji halda því áfram til 2030. Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um ætlanir sínar. Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Undanfarin ár hafa ummerki um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands litið dagsins ljós. Honum hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Geimskotum hefur þó fækkað verulega á síðustu árum. Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Rogozin sagði þó að þegar ákvörðunin yrði tilkynnt opinberlega, myndi ár líða þar til Rússar hættu samstarfinu formlega, samkvæmt frétt Axios. Í umfjöllun Ars Technica segir að samkvæmt núgildandi samkomulagi um geimstöðina endi samstarfið árið 2024. Bandaríkin og aðrir sem að því koma hafa sagt að þeir vilji halda því áfram til 2030. Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um ætlanir sínar. Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Undanfarin ár hafa ummerki um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands litið dagsins ljós. Honum hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Geimskotum hefur þó fækkað verulega á síðustu árum. Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40