Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 08:31 Ralf Rangnick er sáttur með David de Gea og hina markverði Manchester United. GETTY/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00
Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00