Dæmdur í sex leikja bann en segist vera alsaklaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 14:00 DeAndre Hopkins er frábær útherji og fáir betri að grípa boltann í þröngri stöðu. Hér hefur hann hann skorað snertimark fyrir Arizona Cardinals. Getty/Emilee Chinn DeAndre Hopkins, stjörnuútherji Arizona Cardinals í NFL-deildinni, var í gær dæmdur í sex leikja bann fyrir að hafa orðið uppvís af því að nota ólögleg efni. Hopkins heldur fram sakleysi sínu. NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sjá meira
NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sjá meira