Háskóli fyrir alla - Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi skrifar 4. maí 2022 16:16 Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun