Brutu 200 marka múrinn | Tveimur leikjum frá fullu húsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Alexia Putellas var meðal markaskorara í kvöld. Twitter@FCBfemeni Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona eru hársbreidd frá því að endurtaka leikinn á síðustu leiktíð þegar liðið vann þrennuna. Liðið er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og þá er það aðeins tveimur leikjum frá fullu húsi í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira