Gerð kjarasamninga og misskilningur Peningamála Flosi Eiríksson skrifar 6. maí 2022 07:45 Vinna við gerð kjarasamninga, viðræðurnar og síðan endanleg niðurstaða er trúlega ógagnsæ fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í slíku ferli eða haft möguleika á að fylgjast með úr návígi. Með nokkurri einföldun má segja að þeir feli í sér málamiðlun eða niðurstöðu, þar sem annars vegar eru lagðar til grundvallar kröfur og hugmyndir hreyfingar launafólks og hins vegar mat atvinnurekenda hvað fyrirtækin í landinu geta eða vilja greiða í laun. Endanlegur samningur stendur síðan saman af nokkrum þáttum, fyrst ber náttúrulega að telja upp hækkanir á kauptöxtum sem samið er um að komi til framkvæmda á samningstímanum, síðan má nefna ýmsar aðrar breytingar á kjörum, eins og orlofi, veikindarétti, símenntun og svo framvegis. Aðgerðir eða loforð frá hendi stjórnvalda í tengslum hafa líka áhrif Þegar samninganefndir leggja mat á samninginn reynir fólk að skoða hann í heild sinni, hverjar eru hækkanir, hvenær á samningstímanum koma þær inn, eru önnur stór atriði sem náðust í gegn? Slíkt heildarmat ræður síðan hvort samningur er samþykktur eða felldur í almennri atkvæðagreiðslu félagsmanna. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019, eftir langan aðdraganda, erfiðar viðræður og verkföll hjá Eflingu. Í grunninn má segja að samningurinn byggji á þremur meginatriðum; Krónutöluhækkunum fyrir þá lægst launuðu sem eru á taxtalaunum og minni hækkun fyrir tekjuhærri hópa, yfirlýsingu stjórnvalda, meðal annars um vaxtalækkanir og fleira, og síðan hagvaxtaraukanum. Hagvaxtaraukinn byggir á þeirri hugmynd að efnahagslífið gangi með ákveðnum hætti og það sé hagvöxtur í landinu milli ára, þá hækki kauptaxtar meira en ella. Með þessari aðferð er reynt að láta hagvöxt skila sér til þeirra tekjuhópa sem eru á taxtalaunum (en ekki bara til tekjuhárra sem semja persónulega um laun) og líka að vera ekki að reyna að giska á hvaða launahækkanir er hægt að semja um 3 eða 4 ár fram í tímann. Í nýrri útgáfu Peningamála Seðlabankans sem komu út 4. maí síðastliðinn er sett fram sérstakt fráviksdæmi um áhrif kjarasamninga. Þar er semsagt reiknuð út áhrif þess ef ekki hefði verði samið um hagvaxtarauka, og hvað það áhrif hefði haft á verðbólgu og fleiri efnahagsstærðir. Ekki eru færð nein rök fyrir því af hverju þetta eina atriði úr nokkuð flóknum samningi er tekið út úr og metið, kannski er skýringin sú að Seðlabankinn hefur látið hafa það eftir sér að þessi aðferð ,,hafi verið mistök af hálfu SA“ eða kannski bara að því það hentar í þeirri sögu eða sviðsmynd sem er verið að reyna að draga upp nú í aðdraganda samninga. Að lífskjarasamningarnir séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir stöðu efnahagslífsins núna, hagstjórnarmistök stjórnvalda eigi þar litla eða enga sök, og ,,þjóðhættulegt“ sé að semja um kauphækkanir og betri kjör núna í haust! Auðvitað er það undarleg aðferðafræði hjá Seðlabankanum að meta sérstaklega eitt atriði úr samningnum. – Ef ekki hefði verið ákvæði um hagvaxtarauka er nokkuð öruggt að samið hefði verið um launahækkanir með öðrum hætti, bæði hvað varðar fjárhæðir og tíma. Líka má hugsa sér að sótt hefði verið frekar fram varðandi einhverja aðra þætti samningsins. Kjarasamninga þarf og á alltaf að meta í heild sinni – auðvitað er hægt að leggja einhvers konar kostnaðarmat á einstaka liði, en það er aðerðafræði sem stenst enga skoðun að taka einn veigamikinn þátt út og halda öðrum þáttum óbreyttum til þess að reikna síðan út hvað allt væri miklu betra ef honum hefði verið sleppt. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um betra fyrir þá tekjuhærri, fjármagnseigendur og fyrirtæki, ekki þá sem vinna eftir þeim kjörum sem samningurinn segir til um. Á almenna markaðnum er hagvaxtaraukinn krónutöluhækkun launa. Það kemur þeim lægst launuðustu hlutfallslega best. Félagsmenn sem greiddu atkvæði um samninginn á sínum tíma, skoðuðu kosti hans og galla, horfðu á heildarmyndina og samþykktu hann síðan afar afgerandi í atkvæðagreiðslu. Það þarf að horfa á kaup og kjör í víðu samhengi. Kannski væri áhugavert að sjá mat þeirra sem skrifa í Peningamál hvernig verðbólga hefði þróast ef stjórnvöld hefðu ekki misst stjórn á húsnæðismarkaðnum, nú hvaða áhrif eðlilegt auðlindagjald hefði á þjóðarbúið – nú eða hvernig hefði verið hægt að nota afsláttinn á söluverði Íslandsbanka til að efla hér velferðarkerfið. Verkalýðshreyfingin mun halda áfram að hugsa um heildarhagsmuni launafólks, að sækja sjálfssagðar kjarabætur og reyna að tryggja eðlilega hlutdeild í hagvexti í samfélaginu, sem það vel að merkja skapar að mestu leyti með vinnu sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Vinna við gerð kjarasamninga, viðræðurnar og síðan endanleg niðurstaða er trúlega ógagnsæ fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í slíku ferli eða haft möguleika á að fylgjast með úr návígi. Með nokkurri einföldun má segja að þeir feli í sér málamiðlun eða niðurstöðu, þar sem annars vegar eru lagðar til grundvallar kröfur og hugmyndir hreyfingar launafólks og hins vegar mat atvinnurekenda hvað fyrirtækin í landinu geta eða vilja greiða í laun. Endanlegur samningur stendur síðan saman af nokkrum þáttum, fyrst ber náttúrulega að telja upp hækkanir á kauptöxtum sem samið er um að komi til framkvæmda á samningstímanum, síðan má nefna ýmsar aðrar breytingar á kjörum, eins og orlofi, veikindarétti, símenntun og svo framvegis. Aðgerðir eða loforð frá hendi stjórnvalda í tengslum hafa líka áhrif Þegar samninganefndir leggja mat á samninginn reynir fólk að skoða hann í heild sinni, hverjar eru hækkanir, hvenær á samningstímanum koma þær inn, eru önnur stór atriði sem náðust í gegn? Slíkt heildarmat ræður síðan hvort samningur er samþykktur eða felldur í almennri atkvæðagreiðslu félagsmanna. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019, eftir langan aðdraganda, erfiðar viðræður og verkföll hjá Eflingu. Í grunninn má segja að samningurinn byggji á þremur meginatriðum; Krónutöluhækkunum fyrir þá lægst launuðu sem eru á taxtalaunum og minni hækkun fyrir tekjuhærri hópa, yfirlýsingu stjórnvalda, meðal annars um vaxtalækkanir og fleira, og síðan hagvaxtaraukanum. Hagvaxtaraukinn byggir á þeirri hugmynd að efnahagslífið gangi með ákveðnum hætti og það sé hagvöxtur í landinu milli ára, þá hækki kauptaxtar meira en ella. Með þessari aðferð er reynt að láta hagvöxt skila sér til þeirra tekjuhópa sem eru á taxtalaunum (en ekki bara til tekjuhárra sem semja persónulega um laun) og líka að vera ekki að reyna að giska á hvaða launahækkanir er hægt að semja um 3 eða 4 ár fram í tímann. Í nýrri útgáfu Peningamála Seðlabankans sem komu út 4. maí síðastliðinn er sett fram sérstakt fráviksdæmi um áhrif kjarasamninga. Þar er semsagt reiknuð út áhrif þess ef ekki hefði verði samið um hagvaxtarauka, og hvað það áhrif hefði haft á verðbólgu og fleiri efnahagsstærðir. Ekki eru færð nein rök fyrir því af hverju þetta eina atriði úr nokkuð flóknum samningi er tekið út úr og metið, kannski er skýringin sú að Seðlabankinn hefur látið hafa það eftir sér að þessi aðferð ,,hafi verið mistök af hálfu SA“ eða kannski bara að því það hentar í þeirri sögu eða sviðsmynd sem er verið að reyna að draga upp nú í aðdraganda samninga. Að lífskjarasamningarnir séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir stöðu efnahagslífsins núna, hagstjórnarmistök stjórnvalda eigi þar litla eða enga sök, og ,,þjóðhættulegt“ sé að semja um kauphækkanir og betri kjör núna í haust! Auðvitað er það undarleg aðferðafræði hjá Seðlabankanum að meta sérstaklega eitt atriði úr samningnum. – Ef ekki hefði verið ákvæði um hagvaxtarauka er nokkuð öruggt að samið hefði verið um launahækkanir með öðrum hætti, bæði hvað varðar fjárhæðir og tíma. Líka má hugsa sér að sótt hefði verið frekar fram varðandi einhverja aðra þætti samningsins. Kjarasamninga þarf og á alltaf að meta í heild sinni – auðvitað er hægt að leggja einhvers konar kostnaðarmat á einstaka liði, en það er aðerðafræði sem stenst enga skoðun að taka einn veigamikinn þátt út og halda öðrum þáttum óbreyttum til þess að reikna síðan út hvað allt væri miklu betra ef honum hefði verið sleppt. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um betra fyrir þá tekjuhærri, fjármagnseigendur og fyrirtæki, ekki þá sem vinna eftir þeim kjörum sem samningurinn segir til um. Á almenna markaðnum er hagvaxtaraukinn krónutöluhækkun launa. Það kemur þeim lægst launuðustu hlutfallslega best. Félagsmenn sem greiddu atkvæði um samninginn á sínum tíma, skoðuðu kosti hans og galla, horfðu á heildarmyndina og samþykktu hann síðan afar afgerandi í atkvæðagreiðslu. Það þarf að horfa á kaup og kjör í víðu samhengi. Kannski væri áhugavert að sjá mat þeirra sem skrifa í Peningamál hvernig verðbólga hefði þróast ef stjórnvöld hefðu ekki misst stjórn á húsnæðismarkaðnum, nú hvaða áhrif eðlilegt auðlindagjald hefði á þjóðarbúið – nú eða hvernig hefði verið hægt að nota afsláttinn á söluverði Íslandsbanka til að efla hér velferðarkerfið. Verkalýðshreyfingin mun halda áfram að hugsa um heildarhagsmuni launafólks, að sækja sjálfssagðar kjarabætur og reyna að tryggja eðlilega hlutdeild í hagvexti í samfélaginu, sem það vel að merkja skapar að mestu leyti með vinnu sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun