Skattahækkun um bakdyrnar Þórður Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:16 Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar