Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2022 15:58 Erla Sigríður, nýskipaður skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði, er sögð af nemendum skólans afar erfið í samskiptum, svo mjög að félagslíf skólans líður fyrir það. Nemendur hafa sent erindi til mennta- og barnamálaráðuneytsins þar skorað er á ráðuneytið að ráða bót á vandanum. vísir/vilhelm/stjr Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. Óánægjan braust svo út í vikunni þegar fyrir lá að Erla Sigríður, sem hefur verið starfandi skólameistari undanfarin tvö árin eða svo eftir að Magnús Þorkelsson, sem skipaður var skólameistari Flensborgarskólans 2014, fór frá í veikindaleyfi og lét þá af störfum, var skipuð í starfið. Erla Sigríður var þá aðstoðarskólameistari og staðgengill hans. Vísir hefur rætt við nemendur við skólann sem draga hvergi úr óánægju sinni og segja hinn nýja skólameistara vonlausa, svo mjög að hún sé að drepa allt félagslíf í dróma með einræðistilburðum og einþykkni. Nýkjörinn oddviti nemendafélagsins, Birgitta Rún Ólafsdóttir, kaus að tjá sig ekki um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Svo viðkvæmt er málið. Nemendur skora á ráðuneytið að bregðast við Nemendafélagið hefur skrifað og sent óformlegt erindi til Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem þessi óánægjan er tíunduð; nemendur séu verulega ósáttir við hinn nýja skólameistara, sem í bréfinu er sagður „narsisisík“ og „gerendameðvirk“. Hún kjósi að standa með gerendum í skólanum og geri ekkert með ofbeldismál sem upp hafi komið. Loftmynd af hinum fornfræga framhaldsskóla í Flensborg. Þar hefur magnast upp óánægja nemenda þannig að uppúr er soðið.Vísir/Vilhelm Í bréfinu er fullyrt að nemendum sem og kennurum líði almennt illa í skólanum vegna Erlu og svo rammt kveði að samstarfsörðugleikum að þeir sem nemendafélagið hefur ráðið til starfa, svo sem MORFÍS- og Gettu betur-þjálfarar auk leikstjóra harðneiti að koma aftur til starfa ef það þýði að þeir þurfi að eiga í samskiptum eða samvinnu við skólameistarann. „… þannig að hún er að rífa félagslífið niður sér til skemmtunar,“ segir í bréfinu. Þar er jafnframt fullyrt að fólk veigri sér við að leita til hennar með nokkurn skapaðan hlut því Erlu skólameistara sé lagið að kenna öðrum um allt sem aflaga fer og snúa þannig vandamálunum á haus. Í bréfinu er skorað á ráðuneytið að bregðast við: „Við nemendur Flensborgarskólans skorum á ykkur að gera eitthvað í þessu svo nemendum og kennurum líði vel,“ segir í bréfinu en þar er boðað að nú standi yfir vinna við undirskriftasöfnun og samantekt á reynslusögum sem eiga að lýsa þessum alvarlegu samskiptaörðugleikum. Vísir hefur í dag gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Erlu Sigríði skólameistara með það fyrir augum að bera undir hana þessar ávirðingar og spyrja út í en án árangurs. Í gær birtist frétt á mbl sem fjallar um þessa ólgu í framhaldsskólanum og í morgun var starfsmannafundur haldinn. Sú sem svaraði síma í mótttöku sagði það ekki sitt að segja til um efni þess fundar. Vargöld í Flensborg Í bréfinu er vísað til ofbeldis- og eineltismála. Í samtali við nemendur við skólann er þar um að ræða hópárás á tvo stráka í tengslum við árshátíðardansleik skólans sem haldinn var í mars. Vísir leitaði upplýsinga hjá lögreglunni sem sagði að upp hafi komið atvik í tengslum við þann dansleik en ekki lægi nákvæmlega fyrir hver staðan á því væri. Framhaldsskólinn Flensborg í Hafnarfirði. Mjög hefur að sögn hallað á ógæfuhliðina í öllum samskiptum skólameistara og svo nemenda og starfsfólks eftir að Erla Sigríður tók við stjórnartaumunum af Magnúsi Þorkelssyni.Vísir/Vilhelm Í samtali við Vísi segja nemendur að upp hafi komið mál sem snúa að kynferðislegri áreitni gagnvart stúlkum og hópamyndun nýnema (flestir úr Hraunvallaskóla) sem fari um skólann með ofbeldi og hótunum. Einn nemandi fullyrðir að svo rammt kveði að þessu að margir nemenda þori varla að mæta í skólann. Hins vegar vilji skólameistarinn ekkert gera í þeim málum og bregst ekki við kvörtunum. Vísir leitaði jafnframt til ráðuneytisins til að leita upplýsinga um hvort erindi nemenda hafi borist og sé til umfjöllunar innan ráðuneytisins en svör hafa ekki borist. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kannast ekki við að ólga innan Flensborgarskólans hafi komið inn á borð bæjaryfirvalda, ekki enn sem komið er, en bærinn á tvo fulltrúa í skólaráði. Óánægja vegna ráðningarmála og samstarfsörðugleika Í skólanefnd sitja jafnframt þrír fulltrúar skipaðir af ráðuneytinu. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir var einn þeirra en hún var ekki skipuð á ný eftir að hún lagði fram bókun á fundi skólanefndar 23. september 2020 þar sem hún átelur „vinnubrögð við ráðningu aðstoðarskólameistara Flensborgarskóla þar sem skólanefnd var sniðgengin í ráðningarferlinu“. Lyklaskipti í ráðuneytum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og ráðherrar Framsóknarflokksins þau Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason sem var nýlega tekinn við ráðuneytinu þegar Erla Sigríður var skipuð skólameistari í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurlaug Anna segir, í samtali við Vísi, að hnúturinn í Flensborg eigi sér langan aðdraganda og tengist meðal annars ráðningu Erlu Sigríðar á aðstoðarskólameistara. Og sama mun hafa átt við þegar hún réði áfangastjóra. Staða aðstoðarskólameistara var auglýst en skólameistari réði úr hópi umsækjenda einstakling sem bjó yfir minni reynslu en aðrir umsækjendur. Það mál rataði til Umboðsmanns Alþingis sem setti út á stjórnarhættina en kvað úr um að skólameistari réði ráðningarmálum. Það mun svo, meðal annars, valdið verulegri óánægju meðal starfsfólks skólans. Skipan Erlu Sigríðar hefur tekið tímann sinn. Ráðuneytið auglýsti stöðuna, tvíframlengdi og þá leið hálft ár þar til Erla Sigríður var skipuð en það var eftir að ný skólanefnd var skipuð. En lögum samkvæmt á nefndin að vera ráðherra til ráðgjafar um skipunina. RÚV greindi frá því fyrir stundu að hópur nemenda, að minnsta kosti 50, hafi ekki mætt í skólann í dag í mótmælaskyni vegna málsins og þá hefur verið boðað til foreldrafundar nú á eftir. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Óánægjan braust svo út í vikunni þegar fyrir lá að Erla Sigríður, sem hefur verið starfandi skólameistari undanfarin tvö árin eða svo eftir að Magnús Þorkelsson, sem skipaður var skólameistari Flensborgarskólans 2014, fór frá í veikindaleyfi og lét þá af störfum, var skipuð í starfið. Erla Sigríður var þá aðstoðarskólameistari og staðgengill hans. Vísir hefur rætt við nemendur við skólann sem draga hvergi úr óánægju sinni og segja hinn nýja skólameistara vonlausa, svo mjög að hún sé að drepa allt félagslíf í dróma með einræðistilburðum og einþykkni. Nýkjörinn oddviti nemendafélagsins, Birgitta Rún Ólafsdóttir, kaus að tjá sig ekki um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Svo viðkvæmt er málið. Nemendur skora á ráðuneytið að bregðast við Nemendafélagið hefur skrifað og sent óformlegt erindi til Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem þessi óánægjan er tíunduð; nemendur séu verulega ósáttir við hinn nýja skólameistara, sem í bréfinu er sagður „narsisisík“ og „gerendameðvirk“. Hún kjósi að standa með gerendum í skólanum og geri ekkert með ofbeldismál sem upp hafi komið. Loftmynd af hinum fornfræga framhaldsskóla í Flensborg. Þar hefur magnast upp óánægja nemenda þannig að uppúr er soðið.Vísir/Vilhelm Í bréfinu er fullyrt að nemendum sem og kennurum líði almennt illa í skólanum vegna Erlu og svo rammt kveði að samstarfsörðugleikum að þeir sem nemendafélagið hefur ráðið til starfa, svo sem MORFÍS- og Gettu betur-þjálfarar auk leikstjóra harðneiti að koma aftur til starfa ef það þýði að þeir þurfi að eiga í samskiptum eða samvinnu við skólameistarann. „… þannig að hún er að rífa félagslífið niður sér til skemmtunar,“ segir í bréfinu. Þar er jafnframt fullyrt að fólk veigri sér við að leita til hennar með nokkurn skapaðan hlut því Erlu skólameistara sé lagið að kenna öðrum um allt sem aflaga fer og snúa þannig vandamálunum á haus. Í bréfinu er skorað á ráðuneytið að bregðast við: „Við nemendur Flensborgarskólans skorum á ykkur að gera eitthvað í þessu svo nemendum og kennurum líði vel,“ segir í bréfinu en þar er boðað að nú standi yfir vinna við undirskriftasöfnun og samantekt á reynslusögum sem eiga að lýsa þessum alvarlegu samskiptaörðugleikum. Vísir hefur í dag gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Erlu Sigríði skólameistara með það fyrir augum að bera undir hana þessar ávirðingar og spyrja út í en án árangurs. Í gær birtist frétt á mbl sem fjallar um þessa ólgu í framhaldsskólanum og í morgun var starfsmannafundur haldinn. Sú sem svaraði síma í mótttöku sagði það ekki sitt að segja til um efni þess fundar. Vargöld í Flensborg Í bréfinu er vísað til ofbeldis- og eineltismála. Í samtali við nemendur við skólann er þar um að ræða hópárás á tvo stráka í tengslum við árshátíðardansleik skólans sem haldinn var í mars. Vísir leitaði upplýsinga hjá lögreglunni sem sagði að upp hafi komið atvik í tengslum við þann dansleik en ekki lægi nákvæmlega fyrir hver staðan á því væri. Framhaldsskólinn Flensborg í Hafnarfirði. Mjög hefur að sögn hallað á ógæfuhliðina í öllum samskiptum skólameistara og svo nemenda og starfsfólks eftir að Erla Sigríður tók við stjórnartaumunum af Magnúsi Þorkelssyni.Vísir/Vilhelm Í samtali við Vísi segja nemendur að upp hafi komið mál sem snúa að kynferðislegri áreitni gagnvart stúlkum og hópamyndun nýnema (flestir úr Hraunvallaskóla) sem fari um skólann með ofbeldi og hótunum. Einn nemandi fullyrðir að svo rammt kveði að þessu að margir nemenda þori varla að mæta í skólann. Hins vegar vilji skólameistarinn ekkert gera í þeim málum og bregst ekki við kvörtunum. Vísir leitaði jafnframt til ráðuneytisins til að leita upplýsinga um hvort erindi nemenda hafi borist og sé til umfjöllunar innan ráðuneytisins en svör hafa ekki borist. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kannast ekki við að ólga innan Flensborgarskólans hafi komið inn á borð bæjaryfirvalda, ekki enn sem komið er, en bærinn á tvo fulltrúa í skólaráði. Óánægja vegna ráðningarmála og samstarfsörðugleika Í skólanefnd sitja jafnframt þrír fulltrúar skipaðir af ráðuneytinu. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir var einn þeirra en hún var ekki skipuð á ný eftir að hún lagði fram bókun á fundi skólanefndar 23. september 2020 þar sem hún átelur „vinnubrögð við ráðningu aðstoðarskólameistara Flensborgarskóla þar sem skólanefnd var sniðgengin í ráðningarferlinu“. Lyklaskipti í ráðuneytum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og ráðherrar Framsóknarflokksins þau Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason sem var nýlega tekinn við ráðuneytinu þegar Erla Sigríður var skipuð skólameistari í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurlaug Anna segir, í samtali við Vísi, að hnúturinn í Flensborg eigi sér langan aðdraganda og tengist meðal annars ráðningu Erlu Sigríðar á aðstoðarskólameistara. Og sama mun hafa átt við þegar hún réði áfangastjóra. Staða aðstoðarskólameistara var auglýst en skólameistari réði úr hópi umsækjenda einstakling sem bjó yfir minni reynslu en aðrir umsækjendur. Það mál rataði til Umboðsmanns Alþingis sem setti út á stjórnarhættina en kvað úr um að skólameistari réði ráðningarmálum. Það mun svo, meðal annars, valdið verulegri óánægju meðal starfsfólks skólans. Skipan Erlu Sigríðar hefur tekið tímann sinn. Ráðuneytið auglýsti stöðuna, tvíframlengdi og þá leið hálft ár þar til Erla Sigríður var skipuð en það var eftir að ný skólanefnd var skipuð. En lögum samkvæmt á nefndin að vera ráðherra til ráðgjafar um skipunina. RÚV greindi frá því fyrir stundu að hópur nemenda, að minnsta kosti 50, hafi ekki mætt í skólann í dag í mótmælaskyni vegna málsins og þá hefur verið boðað til foreldrafundar nú á eftir.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira