Stjörnustríðsáætlun eða samgönguáætlun? Þorvaldur Daníelsson skrifar 7. maí 2022 20:30 Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Þorvaldur Daníelsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun