Arnar: Maður á að vera þroskaðri en þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:27 Arnar Grétarsson viðurkenndi að hann hefði alveg átt brottvísun skilið í leiknum gegn KR. vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn. „Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“ Besta deild karla KA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“
Besta deild karla KA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira