Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður Ísak Óli Traustason skrifar 9. maí 2022 23:05 Pétur Rúnar átti góðan leik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti flottan leik fyrir sitt lið er Tindastóll pakkaði Val saman í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú jöfn 1-1. Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira