Íþróttafólkið sem keppir um atkvæði á laugardaginn Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2022 08:02 Sverre Jakobsson, Axel Kárason, Hlynur Bæringsson, Eiður Aron SIgurbjörnsson, Þórey Edda Elísdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru öll á framboðslistum. EPA/Bára/Hulda Margrét/Getty/CrossFit.com Heimsmeistari, ólympíufarar og margfaldir Íslandsmeistarar eru á framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Þar keppa líka samherjar um atkvæði kjósenda. Vísir renndi fyrir framboðslista um allt land og þar er að finna mörg þekkt nöfn úr íþróttaheiminum. Margir eru á fullri ferð í sinni íþrótt, jafnvel að keppa um kosningahelgina, á meðan að aðrir geta mögulega nýtt reynslu sína af íþróttasviðinu í keppninni um atkvæði. Stærsta alþjóðlega íþróttastjarnan í framboði er vafalaust Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í CrossFit árin 2015 og 2016, sem er í 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún hefur þó „hlíft“ sínum 1.800 þúsund fylgjendum á Instagram við kosningaáróðri hingað til. Með henni á lista er Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, en því verður reyndar ekki svarað hér hvort skák sé íþrótt. Það er nóg um að vera á heimili Heimis Arnar Árnasonar þessa dagana. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna og Martha Hermannsdóttir, kona hans, er í úrslitakeppni handboltans með KA/Þór. Heimir og Sverre Jakobsson, sem er á lista Framsóknar, eru báðir í þjálfarateymi karlaliðs KA.samsett/vilhelm Það er stundum sagt að mikilvægt sé fyrir þjálfara að „vera með klefann með sér“. Silfurdrengurinn Sverre Jakobsson og Heimir Örn Árnason eru báðir aðstoðarþjálfarar karlaliðs KA í handbolta en bítast um atkvæði lærisveina sinna og annarra Akureyringa. Litlu munaði að KA væri á fullu í úrslitakeppni þessa dagana en afar naumt tap gegn Haukum gaf þjálfurunum svigrúm til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Heimir leiðir lista Sjálfstæðismanna en Sverre, sem er reyndar sonur fyrrverandi bæjarstjórans Jakobs Björnssonar, er í 4. sæti hjá Framsókn. Axel Kárason dreymir eflaust um að færa kjósendum Íslandsmeistaratitil í næstu viku.vísir/bára Þekktasti dýralæknir landsins, EM-farinn Axel Kárason, stendur í ströngu við að reyna að tryggja körfuboltaliði Tindastóls fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn frá upphafi en er á sama tíma í 9. sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar í Skagafirði og Akrahreppi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason er í 14. sæti á sama lista. Körfuboltamaðurinn og EM-farinn Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni er nær því að komast í sveitarstjórn en hann er í 2. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Í Garðabæ er nokkuð um íþróttafólk ofarlega á listum. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er í 3. sæti Garðabæjarlistans og Guðjón Pétur Lýðsson, sem leikur knattspyrnu með ÍBV, er í 4. sætinu. Oddviti Miðflokksins í Garðabæ er Lárus Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og atvinnumaður í Þýskalandi, og handboltamaðurinn Hrannar Bragi Eyjólfsson úr Stjörnunni er í 5. sæti Sjálfstæðismanna í Garðabæ. Sævar Birgisson keppti á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi 2014. Hann er í framboði í Mosfellsbæ.Getty/Paul Gilham Samherjar bítast um atkvæði Að minnsta kosti þrír ríkjandi Íslandsmeistarar í körfubolta eru í framboði, þar af tveir samherjar úr Þór Þorlákshöfn sem bítast um atkvæði. Davíð Arnar Ágústsson er í 7. sæti Sjálfstæðisflokks í Ölfusi en Emil Karel Einarsson í 7. sæti B-lista Framfarasinna í sama sveitarfélagi. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes úr nýkrýndu Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur er svo í 8. sæti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Stangarstökkvari og körfuboltakona sameina krafta sína Auk fyrrnefnd Sverre eru fleiri ólympíufarar á listanum. Stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir er í 5. sæti Nýs afls í Húnaþingi vestra og á sama lista er reyndar einnig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem á sínum tíma var besti varnarmaður landsins í körfubolta. Annar ólympíufari er svo skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson sem er í 3. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ. Körfuboltasérfræðingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir er á lista Samfylkingar í Grindavík.vísir/bára Mun fleiri mætti nefna enda ólíklegt að þessi upptalning verði tæmandi. Nefna má að fyrrnefndur Guðjón Pétur er ekki eini pólitíkusinn í fótboltaliði ÍBV því Eiður Aron Sigurbjörnsson er í 16. sæti H-lista Fyrir Heimaey. Gauti Gunnarsson úr handboltaliði ÍBV er í 13. sæti Eyjalistans. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, er í 9. sæti Samfylkingar í Reykjanesbæ og í Grindavík eru Alexander Veigar Þórarinsson, titlaður knattspyrnuhetja, og körfuboltaþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir sömuleiðis á lista Samfylkingar, í 5. og 10. sæti. Á Akranesi eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn og fulltrúar ÍA í fótbolta, þeir Þórður Guðjónsson og Ólafur G. Adolfsson, á lista Sjálfstæðismanna. Þórður er í 5. sæti en Ólafur í 17. sæti. Einar Þorvarðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri HSÍ, hughreystir Guðjón Val Sigurðsson eftir tapleik. Hann sótti fjölda stórmóta með íslenska landsliðinu en er nú í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.vísir/valli Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem varð til að mynda Íslandsmeistari með Þór/KA 2017, er í 7. sæti D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, í Rangárþingi Eystra. Frjálsíþróttakappinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sem í seinni tíð er þekktastur fyrir lýsingar sínar í sjónvarpi, er í 17. sæti K-lista í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Í Kópavogi er Einar Þorvarðarson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta sem síðar varð framkvæmdastjóri HSÍ, í 2. sæti á lista Viðreisnar. Leó Snær Pétursson, handboltamaður úr Stjörnunni, er í 6. sæti Viðreisnar og Willum Þór Þórsson í 20. sæti Framsóknar. Lista Framsóknar leiðir Orri Hlöðversson sem hætti sem formaður Íslensks toppfótbolta á síðasta ári. Á Akureyri eru ekki bara Sverre og Heimir að bítast um atkvæði því Birna Baldursdóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari í blaki, strandblaki og íshokkí, er í 7. sæti L-listans og liðsfélagi hennar úr blaklandsliðinu á sínum tíma, Hulda Elma Eysteinsdóttir, er í 2. sæti. Í Hafnarfirði er markvörðurinn Daði Lárusson, fyrrverandi Íslandsmeistari með FH í fótbolta, í 19. sæti Viðreisnar og Guðbjörg Norðfjörð, fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og nú varaformaður KKÍ, í 16. sæti Samfylkingar. Þá er Sigurður P. Sigmundsson, fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþoni, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Vert er að ítreka að listinn er ekki tæmandi en ljóst er að nóg er af kappsömu íþróttafólki sem vonast eftir atkvæðum kjósenda þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Vísir renndi fyrir framboðslista um allt land og þar er að finna mörg þekkt nöfn úr íþróttaheiminum. Margir eru á fullri ferð í sinni íþrótt, jafnvel að keppa um kosningahelgina, á meðan að aðrir geta mögulega nýtt reynslu sína af íþróttasviðinu í keppninni um atkvæði. Stærsta alþjóðlega íþróttastjarnan í framboði er vafalaust Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í CrossFit árin 2015 og 2016, sem er í 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún hefur þó „hlíft“ sínum 1.800 þúsund fylgjendum á Instagram við kosningaáróðri hingað til. Með henni á lista er Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, en því verður reyndar ekki svarað hér hvort skák sé íþrótt. Það er nóg um að vera á heimili Heimis Arnar Árnasonar þessa dagana. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna og Martha Hermannsdóttir, kona hans, er í úrslitakeppni handboltans með KA/Þór. Heimir og Sverre Jakobsson, sem er á lista Framsóknar, eru báðir í þjálfarateymi karlaliðs KA.samsett/vilhelm Það er stundum sagt að mikilvægt sé fyrir þjálfara að „vera með klefann með sér“. Silfurdrengurinn Sverre Jakobsson og Heimir Örn Árnason eru báðir aðstoðarþjálfarar karlaliðs KA í handbolta en bítast um atkvæði lærisveina sinna og annarra Akureyringa. Litlu munaði að KA væri á fullu í úrslitakeppni þessa dagana en afar naumt tap gegn Haukum gaf þjálfurunum svigrúm til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Heimir leiðir lista Sjálfstæðismanna en Sverre, sem er reyndar sonur fyrrverandi bæjarstjórans Jakobs Björnssonar, er í 4. sæti hjá Framsókn. Axel Kárason dreymir eflaust um að færa kjósendum Íslandsmeistaratitil í næstu viku.vísir/bára Þekktasti dýralæknir landsins, EM-farinn Axel Kárason, stendur í ströngu við að reyna að tryggja körfuboltaliði Tindastóls fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn frá upphafi en er á sama tíma í 9. sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar í Skagafirði og Akrahreppi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason er í 14. sæti á sama lista. Körfuboltamaðurinn og EM-farinn Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni er nær því að komast í sveitarstjórn en hann er í 2. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Í Garðabæ er nokkuð um íþróttafólk ofarlega á listum. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er í 3. sæti Garðabæjarlistans og Guðjón Pétur Lýðsson, sem leikur knattspyrnu með ÍBV, er í 4. sætinu. Oddviti Miðflokksins í Garðabæ er Lárus Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og atvinnumaður í Þýskalandi, og handboltamaðurinn Hrannar Bragi Eyjólfsson úr Stjörnunni er í 5. sæti Sjálfstæðismanna í Garðabæ. Sævar Birgisson keppti á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi 2014. Hann er í framboði í Mosfellsbæ.Getty/Paul Gilham Samherjar bítast um atkvæði Að minnsta kosti þrír ríkjandi Íslandsmeistarar í körfubolta eru í framboði, þar af tveir samherjar úr Þór Þorlákshöfn sem bítast um atkvæði. Davíð Arnar Ágústsson er í 7. sæti Sjálfstæðisflokks í Ölfusi en Emil Karel Einarsson í 7. sæti B-lista Framfarasinna í sama sveitarfélagi. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes úr nýkrýndu Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur er svo í 8. sæti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Stangarstökkvari og körfuboltakona sameina krafta sína Auk fyrrnefnd Sverre eru fleiri ólympíufarar á listanum. Stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir er í 5. sæti Nýs afls í Húnaþingi vestra og á sama lista er reyndar einnig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem á sínum tíma var besti varnarmaður landsins í körfubolta. Annar ólympíufari er svo skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson sem er í 3. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ. Körfuboltasérfræðingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir er á lista Samfylkingar í Grindavík.vísir/bára Mun fleiri mætti nefna enda ólíklegt að þessi upptalning verði tæmandi. Nefna má að fyrrnefndur Guðjón Pétur er ekki eini pólitíkusinn í fótboltaliði ÍBV því Eiður Aron Sigurbjörnsson er í 16. sæti H-lista Fyrir Heimaey. Gauti Gunnarsson úr handboltaliði ÍBV er í 13. sæti Eyjalistans. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, er í 9. sæti Samfylkingar í Reykjanesbæ og í Grindavík eru Alexander Veigar Þórarinsson, titlaður knattspyrnuhetja, og körfuboltaþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir sömuleiðis á lista Samfylkingar, í 5. og 10. sæti. Á Akranesi eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn og fulltrúar ÍA í fótbolta, þeir Þórður Guðjónsson og Ólafur G. Adolfsson, á lista Sjálfstæðismanna. Þórður er í 5. sæti en Ólafur í 17. sæti. Einar Þorvarðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri HSÍ, hughreystir Guðjón Val Sigurðsson eftir tapleik. Hann sótti fjölda stórmóta með íslenska landsliðinu en er nú í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.vísir/valli Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem varð til að mynda Íslandsmeistari með Þór/KA 2017, er í 7. sæti D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, í Rangárþingi Eystra. Frjálsíþróttakappinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sem í seinni tíð er þekktastur fyrir lýsingar sínar í sjónvarpi, er í 17. sæti K-lista í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Í Kópavogi er Einar Þorvarðarson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta sem síðar varð framkvæmdastjóri HSÍ, í 2. sæti á lista Viðreisnar. Leó Snær Pétursson, handboltamaður úr Stjörnunni, er í 6. sæti Viðreisnar og Willum Þór Þórsson í 20. sæti Framsóknar. Lista Framsóknar leiðir Orri Hlöðversson sem hætti sem formaður Íslensks toppfótbolta á síðasta ári. Á Akureyri eru ekki bara Sverre og Heimir að bítast um atkvæði því Birna Baldursdóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari í blaki, strandblaki og íshokkí, er í 7. sæti L-listans og liðsfélagi hennar úr blaklandsliðinu á sínum tíma, Hulda Elma Eysteinsdóttir, er í 2. sæti. Í Hafnarfirði er markvörðurinn Daði Lárusson, fyrrverandi Íslandsmeistari með FH í fótbolta, í 19. sæti Viðreisnar og Guðbjörg Norðfjörð, fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og nú varaformaður KKÍ, í 16. sæti Samfylkingar. Þá er Sigurður P. Sigmundsson, fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþoni, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Vert er að ítreka að listinn er ekki tæmandi en ljóst er að nóg er af kappsömu íþróttafólki sem vonast eftir atkvæðum kjósenda þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira