„Risa úrslit og risa frammistaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 22:30 Jürgen Klopp gat leyft sér að fagna í leikslok. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði liðinu sérstaklega fyrir það hvernig þeir brugðust við því að lenda undir snemma leiks. „Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira
„Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira
Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54