„Risa úrslit og risa frammistaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 22:30 Jürgen Klopp gat leyft sér að fagna í leikslok. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði liðinu sérstaklega fyrir það hvernig þeir brugðust við því að lenda undir snemma leiks. „Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
„Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54