Ég náði að pakka – en hún náði því ekki Arna Grímsdóttir skrifar 12. maí 2022 08:16 Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun