Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Björn Kristjánsson skrifar 13. maí 2022 10:00 Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30 Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal.
Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar