Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 21:06 Þó Bjarki (t.v) og Sigurður (t.h.) séu fúlir á svip á þessari mynd hafa þeir ekki tapað gleðinni. Facebook/Sigurður Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira