Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 02:40 Dagur átti von á betri fyrstu tölum í borginni en segir að nóttin sé enn ung. vÍSIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur. Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur.
Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira