Leeds bjargaði mikilvægu stigi | Leicester fór illa með Watford Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 15:11 Pascal Struijk reyndist hetja Leeds í dag. George Wood/Getty Images Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford. Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59