Van Basten vill að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 11:30 Romelu Lukaku og Hakim Ziyech fagna marki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Stu Forster Hollendingar eru mjög spenntir fyrir því að Erik Ten Hag sé að taka við liði Manchester United. Þeir eru líka duglegir að spyrja goðsögnina Marco van Basten um sína skoðun á því sem landi hans eigi að gera. Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira