Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:12 Fannar Jónsson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57