Vildi að bann yrði lagt við bólusetningu barns síns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2022 17:29 Bólusetning barna á höfuðborgarsvæðinu hófst í janúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins eru málavextir raktir. Þeir eru á þá leið að í janúar á þessu ári sendi móðirin, sem er kærandi í málinu, bréf til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og landlæknisembættisins þar sem hún hefði lagt bann við því að barn hennar yrði bólusett. Erindinu var synjað af embætti landlæknis nokkrum dögum síðar. Í málinu vísaði móðirin til þess að sóttvarnalæknir og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi frá síðustu áramótum staðið að bólusetningum barna á aldrinum 5-16 ára. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar barnanna búi ekki á sama stað hafi sóttvarnalæknir sent út boð til lögheimilisforeldris og látið samþykki þess fyrir bólusetningu nægja, þrátt fyrir að forsjá foreldra væri sameiginleg. Hins vegar hafi samþykki beggja foreldra verið krafist þegar foreldrar byggju á sama lögheimili. Faðir barnsins er lögheimilisforeldri þess, en foreldrar þess fara saman með forsjá. Taldi áhættuminna að sleppa bólusetningu Byggði móðirin á því að sú túlkun, að láta samþykki lögheimilisforeldris duga, væri röng. Taldi hún að orðalag barnalaga um þá heilbrigðisþjónustu sem lögheimilisforeldrar gætu tekið afstöðu til næði ekki yfir bólusetningu gegn Covid-19. Þá bar hún við að barn hennar glímdi ekki við neina undirliggjandi sjúkdóma sem gerðu bólusetninguna nauðsynlega, sem er annað skilyrði barnalaga fyrir því að lögheimilisforeldri geti eitt tekið afstöðu til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem barni er veitt. Þá sagði í kæru móðurinnar til ráðuneytisins að bólusetning færi jafnframt fram í miðjum heimsfaraldri við mjög óvenjulegar aðstæður, með bóluefnum sem ekki hefðu verið rannsökuð eða prófuð með jafn ítarlegum hætti og önnur bóluefni sem notuð væru hér á landi. Fjölmörg vestræn ríki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að áhættuminna væri að sleppa bólusetningu barna á þeim aldri sem barn hennar væri. Ráðuneytið var með til skoðunar hvort taka bæri kæru móðurinnar um ákvörðum landlæknisembættisins til meðferðar eða ekki. Í kærunni var ekki vísað með beinum hætti til kæruheimildar, en af henni mátti þó ráða að móðirin teldi landlæknisembættið hafa tekið stjórnvaldsákvörðun, sem væri kæranleg til ráðuneytisins á grundvelli stjórnsýslulaga. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í þeim tilvikum þar sem forsjárforeldrar hefðu samið um lögheimili og fasta búsetu barns hjá öðru þeirra hefðu lögheimilisforeldrar heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um líf barnsins, „svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf.“ Þá er einnig imprað á því hvað felist í venjulegri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í skilningi barnalaga. Landlæknir geti ekki bannað þjónustu til ákveðinna einstaklinga Var það mat ráðuneytisins að ekki fengist betur séð en lögheimilisforeldri hefði heimildir til að taka ákvarðanir sem tengdust valkvæðum bólusetningum barna, en leitast skyldi við að forsjárforeldrar hefðu samráð um slíkar ákvarðanir, ef ágreiningur risi um heimildir forsjárforeldra í þessum efnum. Þá taldi ráðuneytið að ákvæði laga leiddu ekki til þess að landlæknisembættinu væri heimilt að mæla fyrir um bann við veitingu heilbrigðisþjónustu til tiltekinna einstaklinga. Því hefði embættinu ekki borið að setja málið í farveg stjórnsýslumála, sem lokið hefði verið með stjórnsýsluákvörðun. Þar sem ráðuneytið taldi ekki að landlæknisembættið hefði tekið stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga, og ákvörðunin því ekki kæranleg til ráðuneytisins, var kæru móðurinnar vísað frá. Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins eru málavextir raktir. Þeir eru á þá leið að í janúar á þessu ári sendi móðirin, sem er kærandi í málinu, bréf til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og landlæknisembættisins þar sem hún hefði lagt bann við því að barn hennar yrði bólusett. Erindinu var synjað af embætti landlæknis nokkrum dögum síðar. Í málinu vísaði móðirin til þess að sóttvarnalæknir og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi frá síðustu áramótum staðið að bólusetningum barna á aldrinum 5-16 ára. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar barnanna búi ekki á sama stað hafi sóttvarnalæknir sent út boð til lögheimilisforeldris og látið samþykki þess fyrir bólusetningu nægja, þrátt fyrir að forsjá foreldra væri sameiginleg. Hins vegar hafi samþykki beggja foreldra verið krafist þegar foreldrar byggju á sama lögheimili. Faðir barnsins er lögheimilisforeldri þess, en foreldrar þess fara saman með forsjá. Taldi áhættuminna að sleppa bólusetningu Byggði móðirin á því að sú túlkun, að láta samþykki lögheimilisforeldris duga, væri röng. Taldi hún að orðalag barnalaga um þá heilbrigðisþjónustu sem lögheimilisforeldrar gætu tekið afstöðu til næði ekki yfir bólusetningu gegn Covid-19. Þá bar hún við að barn hennar glímdi ekki við neina undirliggjandi sjúkdóma sem gerðu bólusetninguna nauðsynlega, sem er annað skilyrði barnalaga fyrir því að lögheimilisforeldri geti eitt tekið afstöðu til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem barni er veitt. Þá sagði í kæru móðurinnar til ráðuneytisins að bólusetning færi jafnframt fram í miðjum heimsfaraldri við mjög óvenjulegar aðstæður, með bóluefnum sem ekki hefðu verið rannsökuð eða prófuð með jafn ítarlegum hætti og önnur bóluefni sem notuð væru hér á landi. Fjölmörg vestræn ríki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að áhættuminna væri að sleppa bólusetningu barna á þeim aldri sem barn hennar væri. Ráðuneytið var með til skoðunar hvort taka bæri kæru móðurinnar um ákvörðum landlæknisembættisins til meðferðar eða ekki. Í kærunni var ekki vísað með beinum hætti til kæruheimildar, en af henni mátti þó ráða að móðirin teldi landlæknisembættið hafa tekið stjórnvaldsákvörðun, sem væri kæranleg til ráðuneytisins á grundvelli stjórnsýslulaga. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í þeim tilvikum þar sem forsjárforeldrar hefðu samið um lögheimili og fasta búsetu barns hjá öðru þeirra hefðu lögheimilisforeldrar heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um líf barnsins, „svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf.“ Þá er einnig imprað á því hvað felist í venjulegri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í skilningi barnalaga. Landlæknir geti ekki bannað þjónustu til ákveðinna einstaklinga Var það mat ráðuneytisins að ekki fengist betur séð en lögheimilisforeldri hefði heimildir til að taka ákvarðanir sem tengdust valkvæðum bólusetningum barna, en leitast skyldi við að forsjárforeldrar hefðu samráð um slíkar ákvarðanir, ef ágreiningur risi um heimildir forsjárforeldra í þessum efnum. Þá taldi ráðuneytið að ákvæði laga leiddu ekki til þess að landlæknisembættinu væri heimilt að mæla fyrir um bann við veitingu heilbrigðisþjónustu til tiltekinna einstaklinga. Því hefði embættinu ekki borið að setja málið í farveg stjórnsýslumála, sem lokið hefði verið með stjórnsýsluákvörðun. Þar sem ráðuneytið taldi ekki að landlæknisembættið hefði tekið stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga, og ákvörðunin því ekki kæranleg til ráðuneytisins, var kæru móðurinnar vísað frá.
Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira