Liðsforinginn, Sayad Khodei varð fyrir árásinni þar sem hann kom akandi í bíl sínum og var hann skotinn fimm sinnum.
Enn sem komið hefur enginn lýst ábyrgðinni á morðinu á hendur sér og er árásarmannana leitað ákaft.
Breska ríkisútvarpið líkir drápinu á Khodei við aftöku árið 2020 þegar einn helsti kjarnorkusérfræðingur Írana var myrtur. Khodei var meðlimur í Quds sveitunum, sérsveit innan byltingarvarðarins sem sér um aðgerðir á erlendri grundu.
Bandjaríkjamenn og Ísraelar hafa lengi haft horn í síðu hópsins og saka þá um stuðning við hryðjuverkamenn og um að hafa staðið að árásum víða um Miðausturlönd.