Hópurinn greiðir 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna fyrir félagið, en enska úrvalsdeildin hefur nú gefið grænt ljós á að hópurinn kaupi félagið.
Chelsea var sett á sölu eftir að eigur eiganda félagsins, Roman Abramovich, voru frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin Rússlandsforseta.
Kaupin á félaginu eru þó ekki enn alveg gengin í gegn, en þau eru enn háð því að ríkið gefi út tilskilið söluleyfi.
Proposed Chelsea takeover by Todd Boehly/Clearlake Consortium approved by Premier League board https://t.co/T0Io1wQeun
— Sky News (@SkyNews) May 24, 2022